Sigurður Már hannaði gærukollinn Fuzzy upphaflega árið 1972. Fuzzy kollurinn naut strax mikilla vinsælda á áttunda áratugnum og var meðal annars ein vinsælasta fermingargjöf stelpna á þeim tíma. Fuzzy kollurinn sló síðan rækilega í gegn á ný upp úr aldamótum en síðan þá hefur eftirspurnin verið mikil og Sigurður haft í nægu að snúast í framleiðslunni. Fyrir nokkrum árum gerði hann til að mynda viðhafnarútgáfu af Fuzzy úr áli í tilefni þess að þúsundasti kollurinn leit dagsins ljós. Fuzzy-kollurinn hefur farið víða og hefur tekið þátt hinum ýmsu hönnunarsýningum bæði hér heima og erlendis eins og Scandinavian Design sýninguna í Kaupmannahöfn. Nú nýverið keypti The American Scandinavian Foundation í New York einn slíkan af Sigurði Má sem þau hafa til sýnis. Hugmyndin á bakvið Fuzzy er að nafnið merkir lítill loðinn karl á latínu. Hönnun þessa gærukolls tekur hugmyndina sína út frá því ásamt því að ávalir viðar fæturnir eru hannaðir líkt og vatnsdropar. Enn þann dag í dag býr Sigurður Már til Fuzzy-kollana sjálfur í bílskúrnum sínum.
Þér gæti einnig líkað við…
74.900 kr.
74.900 kr.
Tengdar vörur
-41%
-29%
-24%
-30%