Þessi smái en glæsilegi api bætist við vöruúrval Kay Bojesen dýranna sem hafa glatt svo marga í gegnum tíðina. Klassíski tekk apinn sem svo margir þekkja hefur því eignast lítið systkini.
Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann um ókomna tíð ólíkt öðrum leikföngum. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.
Tengdar vörur
6.300 kr.
-29%
5.990 kr.
-40%