Glæsilegi Evelyn vasinn frá Specktrum, með sitt rúmfræðilega hönnunarmál og nútímamynstur, er hannaður til að vera miðlæg hönnun á heimilinu allt árið um kring – óháð blómatísku og árstíð. Evelyn vasinn er fáanlegur í 2 stærðum.
Specktrum er danskt fyrirtæki sem var stofnað af systrunum Anne og Kristinu Laursen. Fyrirtækið er byggt á ástríðu fyrir nútímalegri, vel útfærðri hönnun og einstökum vörum. Með miklu úrvali af litum, formum og mynstrum eru vörulínur fyrirtækisins hannaðar með áherslu á daglegt líf og umhverfi – hvort sem það snýst um hversdagslegan lúxus, hátíðir eða rólega stund. Specktrum merkir litróf og það lýsir hönnun þess vel. Áherslan er á lúxus á viðráðanlegu verði, hversdagsleg en jafnframt langvarandi gæði hverrar vöru. Framleiðendur leggja metnað á einstakar vörur fyrir einstök heimili sem hvert og eitt segja sína sögu.